Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 605
22. september, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tenging Herjólfsbrautar við Álftanesveg en Garðabær er að auglýsa breytingu á deiliskipulagi þar sem sýnd er lokun á Áftanesvegi við Herjólfsbraut.
Skipulags- og byggingarráð mótmælti þessum fyrirætlunum á fundi sínum 17. nóvember sl.
Svar

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á lokun Herjólfsgötu við Garðahraunsveg (gamla Álftarnesveg) sem kemur fram í auglýsingu um tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðahrauns.

Tillagan er hvorki í samræmi við gildandi aðalskipulag Garðabæjar né eru gögn sem styðja við þessa ákvörðun, eins og umferðargreining eða umferðatalning.

Nái tillagan fram að ganga mun hún hafa áhrif á fjölmarga íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar, vist- og starfsmenn Hrafnistu auk þess sem viðbragðtími slökkvi- og sjúkraliðs lengist verulega inn á þetta svæði. Skipulags- og byggingarráð skorar á bæjaryfirvöld í Garðabæ að falla frá fyrirhuguðum breytingum.

Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna greinargerð og athugasemdir vegna fyrirliggjandi tillögu í samræmi við auglýstan athugasemdafrest.