Undirnefndir, aukið samráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1755
11. nóvember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Forsetanefnd verði falið að útfæra verklag við samráð milli bæjarstjórnar, fagráða og nefnda bæjarins og fulltrúaráða íbúa, þ.e. öldungaráðs, ungmennaráðs og ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks, auk fjölmenningarráðs þegar það tekur til starfa.
Greinargerð: Innan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar eru starfræktar þrjár undirnefndir, þ.e. öldungaráð, ungmennaráð og ráðgjafarráð um málefni fatlaðs fólks sem með einum eða öðrum hætti skulu vera embættismönnum og kjörnum fulltrúum til ráðgjafar, hver á sínu sviði. Nýverið samþykkti bæjarstjórn ennfremur að stofna fjölmenningarráð, sem taka mun til starfa á næstunni. Mikilvægt er að efla góð og greið samskipti milli stjórnkerfisins og ofannefndra ráða á öllum sviðum bæjarins. Ráðin falla öll undir málasvið fjölskylduþjónustu, en eiga ekki síður erindi við önnur svið bæjarins. Því er lagt til að forsetanefnd skoði og útfæri verklag við samráð innan bæjarkerfisins, sem gæti t.d. verið falið í reglubundnum fundum og/eða með skipun áheyrnarfulltrúa. Forsetanefnd skili tillögum til bæjarstjórnar fyrir lok 31.12.2015
Svar

Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson tekur til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók að nýju við fundarstjórn.

Tillagan er borin upp til atkvæða. Samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum.