Undirnefndir, aukið samráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1768
22. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl. Tekið fyrir að nýju.
Tillaga forsetanefndar að verklagi um samráð við ráðgefandi undirnefndir (Ungmennaráð, Öldungaráð, Ráðgjafarráð í málefnum fatlaðs fólks og Fjölmenningarráð):
Fagráð bæjarins fundi a.m.k. einu sinni á ári með hverju ráðgefandi ráði fyrir sig, gjarnan í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og aðra stefnumótandi áætlanagerð. Fagráð bæjarins kalli til sín áheyrnarfulltrúa úr ráðgefandi ráðunum eftir því sem við á þegar málefni sem snerta hvern hóp fyrir sig eru til umfjöllunar.
Forsetanefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar til samþykktar.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Framlögð tillaga borin upp til atkvæða, tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.