Málefni aldraðra, umræður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1755
11. nóvember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Áhrif tillagna til fjárhagsáætlunr á þjónustu og kjör aldraðra í Hafnarfirði.
Svar

Gylfi Ingvarsson tók til máls. Ólafur Ingi Tómasson kom til andsvars. Gylfi Ingvarsson svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kom til andsvars öðru sinni. Gylfi Ingvarsson svaraði andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gylfi Ingvarsson kom til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir tók að nýju við fundarstjórn. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. 1. varaforseti Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir tók við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir tók að nýju við fundarstjórn. Helga Ingólfsdóttir tók til máls.

Gert fundarhlé kl. 19:20, fundi framhaldið kl. 19:48. Forseti leitaði eftir samþykki fundarins til að leggja fram bókanir undir lið 2 sem er lokið. Var það samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum.

Gunnar Axel Axelsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG undir þessum dagskrárlið (3 lið á dagskrá):

Í tillögum meirihlutans til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir breytingum bæði á þjónustu við aldraða og á álagningu ýmissa þjónustugjalda sem litla sem enga umræðu hafa hlotið, hvorki hér í bæjarstjórn né í samfélaginu almennt. Leggjum við áherslu á að þær tillögur verði teknar til ítarlegrar skoðunar og áhrif hverrar og einnar verði greind út frá ólíkum þáttum, bæði hagrænum og félagslegum. Leggjum við jafnframt áherslu á að haft verði aukið samráð við Öldungaráði eins og gert hefur verið ráð fyrir í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar síðustu ár.

2. varaforseti Kristinn Andersen tók við fundarstjórn.

Guðlaug Kristjánsdóttir óskar eftir að leggja fram eftirfanda bókun bæjarfulltrúa Sjálfsstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, undir þessum dagskrárlið (3 lið á dagskrá):
Á næsta fundi fjölskylduráðs verður fjárhagsáætlun rædd við fulltrúa öldungaráðs. Öldungaráð átti einnig fulltrúa á síðasta fundi ráðsins. Því til viðbótar sat formaður fjölskylduráðs nýverið fund um kjaramál með Félagi eldri borgara þar sem meðal annars var rætt um heimsendan mat, fasteignagjöld og fleira. Bent er á að í tillögum til fjárhagsáætlunar eru atriði til hagsbóta fyrir aldurshópinn, svo sem aukið fjármagn til heimaþjónustu og mögulega lækkun fasteignagjalda með tilfærslu gjalda milli A og B hluta bæjarsjóðs. Fulllur vilji er til aukins samráðs við öldungaráð en verið hefur undanfarin ár, eins og meðal annars má sjá á öðru máli á dagskrá bæjarstjórnar í dag, um samstarf við undirnefndir.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn.