Stöðuleyfi, reglur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1758
20. janúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð SBH frá 12.jan.sl. Tekin fyrir að nýju drög að reglum vegna stöðuleyfa.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi reglur um stöðuleyfi."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls. Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingu á Reglum um stöðluleyfi:

í fyrsta málslið 1. gr. þar sem segir „og stór samkomutjöld“ verði „eða stór samkomutjöld“.

Breytingartillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Reglur um stöðuleyfi með breytingu borin undir atkvæði, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Fundarhlé gert kl. 16:42. Fundur hefst aftur kl. 16:51.