Stöðuleyfi, reglur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1816
28. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.nóv.sl. Lagðar fram endurskoðaðar reglur um stöðuleyfi og ferla- og vinnulýsing umsóknar um stöðuleyfi dags. 19.11.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðar reglur um stöðuleyfi dags. 19.11.2018. Jafnframt er þeim vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson og leggur fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað og að málinu verði vísað aftur til skipulags- og byggingaráðs til nánari lögfræðilegrar skoðunar.

Ólafur Ingi Tomasson kemur til andsvars við ræðu Sigurðar Þ. Ragnarssonar sem svarar svo andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni.

Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson. Einnig til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Þá kemur Sigurður Þ. Ragnarsson til andsvars öðru sinni.

Forseti ber upp framkomna tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og vísa málinu til nánari lögfræðilegrar skoðunar í skipulafs- og byggingarráði. Er tillagan felld með 8 atkvæðum gegn 1, og tveir bæjarfulltrúar sitja hjá.

Bæjarstjórn staðfestir með 10 greiddum atkvæðum endurskoðaðar reglur um stöðuleyfi. Sigurður Þ. Ragnarsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.