Gjaldskrár 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1757
9. desember, 2015
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.des. sl. Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2016.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn:"Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nýjum gjaldskrám 2016 með breytingu í samræmi við afgreiðslu fjölskylduráðs frá 20. nóvember 2015."
Bæjarfulltrúar Samfylkingar sátu hjá.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Andsvari svarar bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti tók við fundarstjórn.

Gjaldskrá samþykkt með 7 samhljóða greiddum atkvæðum. 4 sátu hjá.