Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.júní.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Skýrsla starfshóps um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) er lögð fram og er vísað til bæjarstjórnar til kynningar og umræðu
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað.
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar þeirri góðu og mikilvægu vinnu sem unnin hefur verið í starfshópnum og tekur undir meginefni skýrslu starfshópsins. Einnig styður hann þau drög að reglum sem starfshópurinn hefur unnið og eru nú komin til afgreiðslu en þó með fyrirvara um 10. gr. reglnanna.
Eitt verkefna starfshópsins var að koma með tillögu að tímagjaldi vegna NPA þjónustu sem endurspeglar heildarkostnað við hverja klukkustund að meðaltali. Það var einnig lagt fyrir hópinn að samræma tímagjaldið því sem gerist í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum þá er tímagjaldið er hærra í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og Árborg heldur en í Hafnarfirði. Fulltrúi Samfylkingarinnar minnir á bókun sína á fundi fjölskylduráðs þann 8. apríl sl. þar sem hann lýsti því yfir að hann styddi ekki þá ákvörðun að halda tímagjaldinu óbreyttu. Samfylkingin telur að tímagjaldið þurfi að hækka í kjölfar lífskjarasamninganna og til samræmis við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Minnt er á að Reykjavík tók þá ákvörðun í september sl. að hækka tímagjald NPA samninga hjá sér í samræmi við þessa útreikninga og var sú hækkun afturvirk til 1. apríl 2019.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
Vinnu starfshóps er að mestu lokið og hann hefur skilað af sér skýrslu til Fjölskyldu- og barnamálasviðs ásamt tillögu að breytingum á reglum Hafnarfjarðarbæjar um NPA þjónustuformið. Við yfirferð starfshóps kom í ljós að mikilvægt er að skerpa á verkferlum varðandi skil á gögnum frá umsýsluaðilum en mikilvægi þess er umtalsvert þar sem það tryggir að unnt verði að ganga úr skugga um að notandi fái þá þjónustu sem honum ber samkvæmt samningi um notendastýrða persónulega aðstoð(NPA). Yfirferð á tímagjaldi stendur enn yfir þar sem beðið er eftir upplýsingum úr ársuppgjöri samningshafa sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir um mitt ár. Fulltrúar starfshóps leggja áherslu á að tímagjald verði endurskoðað miðað við launaþróun og forsendur kjarasamninga og taki síðan mið af launavísitölu framvegis og hækki um áramót. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir um aðra samninga sem gerðir eru á vegum sveitarfélagsins og gilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fyrirkomulag mun auka fyrirsjáanleika og auðvelda áætlanagerð.