Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram þrjár svohljóðandi tillögur:
1. Bæjarstjóra og öðrum embættismönnum bæjarins verði falið að taka upp samtal við ríkið og önnur sveitarfélög um samræmingu á framkvæmd NPA milli sveitarfélaga.
2. Lagt er til að bætt verði inn í erindisbréfið ákvæðum um samráð við notendur, helst með því að hagsmunaaðilar fái að skipa fulltrúa í hópinn.
3. Starfshópur um NPA gangist fyrir könnun á því hvort Hafnarfjarðarbær sinnir leiðbeiningarskyldum sínum hvað ólík þjónustuform varðar, svo við getum gengið úr skugga um að þeim sé sinnt hér hjá okkur.
Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Guðlaug andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni til andsvars öðru sinni.
Þá tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson.
Þá tekur til máls öðru sinni Guðlaug Kristjánsdóttir.
Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.
Þá tekur til máls öðru sinni Helga Ingólfsdóttir og leggur fram tillögu um að þær tillögur sem Guðlaug lagði fram hér að framan verið vísað til fjölskylduráðs. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarsons, einnig Adda María sem og Guðlaug.
Forseti ber upp tillögu um að framkomnum tillögum frá Guðlaugu verði vísað til fjölskylduráðs. Er það samþykkt samhljóða.
Gulaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Í drögum að erindisbréfi starfshóps vegna NPA er ekki kveðið á um samráð við notendur, þó svo lög og reglugerðir kveði á um skyldu til þess. Mikilvægt er að bætt verði úr þessu. Einnig skortir greinargerð um tilurð starfshópsins, þ.e. hvers vegna hann er settur á laggirnar og hvert markmiðið með starfi hans er. Ljóst er þó að hópurinn á að skila niðurstöðum eftir að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hefur verið samþykkt. Betur hefði farið á því að fá þær niðurstöður áður en fjárhagsrammi næsta árs verður festur niður.
Undirrituð fagnar því að samþykkt hafi verið að vinna erindisbréfið áfram og skýra betur verkefnið sem starfshópnum er ætlað að vinna og væntir þess að tillögur þær sem ég lagði fram í bæjarstjórn í dag verði teknar þar til skoðunar, að viðstöddum fulltrúum notenda.