Til máls tekur Valdimar Víðisson. Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson og Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.
Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls öðru sinni. Einnig tekur Stefán Már Gunnlaugsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og þá um leið fyrirliggjandi viðauka.
Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:
Samfylkingin fagnar sinnaskiptum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks i þessu mikilvæga réttlætismáli fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og bæjarstjórn hafa undanfarin ár barist fyrir þessari niðurstöðu en hingað til talað fyrir daufum eyrum meirihlutans. Ánægjulegt var því að Framsóknarflokkurinn hafi snúist á sveif með Samfylkingunni á síðasta fundi fjölskylduráðs og Sjálfstæðisflokkurinn hafi svo fylgt í kjölfarið á fundi bæjarráðs. Við fögnum þessari niðurstöðu í dag en bagalegt er hversu langan tíma það hefur tekið meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk að fallast á jafn sjálfsagða réttarbót fyrir fatlað fólk og hér um ræðir.