Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 589
26. janúar, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umfjöllunar breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 ásamt gerð deiliskipulags fyrir svæði austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs. Svæðið er skilgreint sem samfélagsþjónusta (S33).
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi, þannig að svæðið skilgreint sem samfélagsþjónusta (S33) verði endurskilgreint að hluta sem íbúðasvæði. Skipulags- og byggingarráð heimilar að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013- 2025 hvað varðar svæði austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðatsvæði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið."

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúr Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem kynnt var bæjarbúum fyrir síðustu kosningar segir:
„Nýtt hjúkrunarheimili verði byggt á Sólvangsreitnum og svæðið þannig fest í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði, þar sem unnt verði að fjölga hjúkrunarrýmum. Áfram verði gert ráð fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð í framtíðinni.“

Á meðan ekki liggur fyrir hvort hugmyndir um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum teljast raunhæfar leggjumst við alfarið gegn breytingum á núgildandi skipulagi Skarðshlíðar, enda gætu þær leitt til þess að enn lengri tími muni líða þar til þessi þjónusta kemst í ásættanlegt horf fyrir aldraða bæjarbúa í Hafnarfirði."