Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 401
9. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 30. maí 2016 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 08.06.s.l.,að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.
Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti. Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst frá 14. júní til 2. ágúst. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan aðalskipulagsuppdrátt af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, sem breytist í íbúðarbyggð".