Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.
Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.
Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Einn er fjarverandi. 4 sitja hjá.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna ítreka bókun sína frá 3. febrúar s.l. í bæjarstjórn.
Fulltrúr Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun: "Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem kynnt var bæjarbúum fyrir síðustu kosningar segir: „Nýtt hjúkrunarheimili verði byggt á Sólvangsreitnum og svæðið þannig fest í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði, þar sem unnt verði að fjölga hjúkrunarrýmum. Áfram verði gert ráð fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð í framtíðinni.“ Á meðan ekki liggur fyrir hvort hugmyndir um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum teljast raunhæfar leggjumst við alfarið gegn breytingum á núgildandi skipulagi Skarðshlíðar, enda gætu þær leitt til þess að enn lengri tími muni líða þar til þessi þjónusta kemst í ásættanlegt horf fyrir aldraða bæjarbúa í Hafnarfirði."
Fundarhlé kl. 14:30. Fundi framhaldið kr. 14:43.
Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.
Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar: Í greinargerð með tillögu að breyttu aðalskipulagi sem hér er til umfjöllunar er gert ráð fyrir að áform um byggingu hjúkrunarheimilis færist af svæði merktu S33 yfir á svæði S34, sem áður var ætlað undir leik- og grunnskóla í Hamranesi og er að flatarmáli tveimur hekturum stærra en svæði S33.
Því er hér, þvert á fullyrðingar minnihlutans, um að ræða aukningu á þjónustusvæði en ekki minnkun, auk þess sem magn íbúða er ekki að aukast, þótt jákvæðar breytingar séu að verða á gæðum svæðisins. Loks er ljóst að enn er fyllilega staðið við þá stefnumótun að Vellirnir verði einn af þjónustukjörnum í málaflokki aldraðra þvert á það sem minnihlutinn heldur fram.
Bæjarfulltrúum meirihlutans er fyrirmunað að skilja út á hvað athugasemdir minnihlutans ganga, sérlega fram kominn fögnuður sem oddviti Samfylkingar lýsti í máli sínu með þær tafir sem formgallar í kynningu aðalskipulagsbreytinga hafa valdið.
Þær tafir munu því miður valda seinkun á afhendingu lóða, sem meðal annars er til þess fallin að tefja samstarf um uppbyggingu leiguhúsnæðis á svæðinu, sem er mjög brýnt samfélagslegt verkefni, svo ekki sé minnst á uppbyggingu íbúðahúsnæðis í bænum almennt.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundartjórn.