Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG harma þær niðurstöður sem fram koma í skýrslunni. Í ljósi stefnu nýs meirihluta í leik- og grunnskólamálum og gamaldags viðhorfa meirihlutaflokkanna til þjónustu við barnafólk og eldri borgara ættu þessar niðurstöður hins vegar ekki að koma neinum á óvart.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup ber að taka alvarlega.
Undanfarið ár hefur bæjarstjórn fjallað mjög opinskátt um stöðu bæjarins, samanburð þjónustu við önnur sveitarfélög og hvar þurfi að bæta úr. Meðal þess sem fram hefur komið er að Hafnarfjörður hefur verið dýr bær fyrir barnafjölskyldur hvað þjónustu varðar og núverandi meirihluti hefur þegar hafist handa við að bæta úr því. Ber þar fyrst að nefna raunlækkun leikskólagjalda tvö ár í röð, auknar niðurgreiðslur með þjónustu dagforeldra og lækkaðan inntökualdur barna á leikskóla, sem er markvisst beint að þessum hópi.
Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut, bæta þjónustuna og lækka gjöldin.
Bókun minnihlutans er ekki svara verð.