Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1786
24. maí, 2017
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 12.maí sl. Fjölskylduráð leggur til að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður. Einnig er lögð til breyting á 4.gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr. Breytingin gildir frá 1. janúar 2017. Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Svar

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagða tillögu fjölskylduráðs þess efnis að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður. Einnig að samþykkja breytingu á 4. gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr. Breytingarnar gildi frá 1. janúar 2017.

Tillagan samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.