Aðalsteinn Hrafnkelsson forstöðumaður sundlauganna og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir upplýsinganar og bendir á að fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í gær, 2. maí, að endurskoða nýjan opnunartíma sundlauga um helgar með það að markmiði að bæta að minnsta kosti tveimur klukkustundum við með því að halda áfram að opna Suðurbæjar- og Ásvallalaug kl. 8.00 um helgar. Lengist þá opnunartími sundlauga bæjarins alls um að minnsta kosti 6 klst á viku með þeim breytingum sem áður höfðu verið samþykktar.
Í fjárhagsáætlun 2018 er skýrt kveðið á um nýjan og lengri opnunartíma og er markmiðið að auka þjónustuna við bæjarbúa. Með því að halda í morgunopunartímann í umræddum sundlaugum en falla frá helgaropnun í Sundhöllinni er verið að bregðast við ábendingum fastagesta.
Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskað bókað:
"Það er ánægjulegt að fyrri ákvörðun um skerðingu á opnunartíma sundlauga hafi verið dregin til baka á fundi fræðsluráðs í gær. Spurningu fulltrúa minnihlutans um hvers vegna bæjarráð hafi ekki verið upplýst um málið fyrr er enn ósvarað.
Við munum eftir sem áður fylgja því eftir að opnunartími sundlauga í Hafnarfirði verði lengdur til samræmis við það sem tíðkast í nágrannasveitarfélögunum, enda teljum við að frekari nýting sundlauganna sé einhver sú besta ráðstöfun sem sveitarfélagið geti ráðist í varðandi bætta lýðheilsu fólks á öllum aldri. Við munum sömuleiðis fara fram á að allt þetta ákvarðanatökuferli verði yfirfarið og kjör starfsmanna sundlauga verði varin og eftir atvikum leiðrétt í þeim tilvikum sem þau hafa verið skert í tengslum við þessar aðgerðir.
Þá leggjum við áherslu á að ráðist verði í löngu tímabærar og gagngerar endurbætur á sundlaugum bæjarins."
Adda María Jóhannsdóttir
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
Gunnar Axel Axelsson