Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 27.apríl sl.
8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 7.apríl sl.
Á fundi ÍTH þann 29. mars var vísað til fræðsluráðs tillögum nefndarinnar um aukna opnun sundstaða Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar. Farið verði að tillögum ÍTH sem fela í sér annars vegar að opið verði á svokölluðum ,,Rauðum dögum“, þe. á tilteknum hátíðisdögum í kringum páska, jól ofl. og hins vegar sumaropnun í Suðurbæjarlaug, þe. að sundlaugin verði opin lengur á kvöldin í tvo mánuði í sumar frá því sem verið hefur hingað til. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Kostnaður við þessa auknu þjónustu nemur um 3.500.000 kr á fjárhagsárinu 2017 og er lagt til að honum verði mætt með auknum tekjum af fasteignagjöldum umfram áætlun. Bæjarráð leggi til viðauka skv. þessari tillögu. Frekari útfærslur á auknu aðgengi að sundlaugum bæjarins verði teknar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð 2018.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirlagða tillögu um að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í umræðu um fundarsköp.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.