Bæjarráð Hafnarfjarðar vekur athygli á að Ofanbyggðavegur er skilgreindur í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem stofnvegur. Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur liggur að stórum hluta í væntanlegri legu Ofanbyggðavegar. Skilgreining á Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi sem skilavegi gengur gegn samþykktu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og er ekki í samræmi við markmið svæðisskipulagsins um stofnvegi. Bæjarráð Hafnarfjarðar fer fram á að Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur verði ekki skilgreindur sem skilavegur og verði því áfram í umsjón Vegagerðarinnar.