Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3590
2. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins og gerir grein fyrir viðræðum við Vegagerðina.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar vekur athygli á að Ofanbyggðavegur er skilgreindur í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem stofnvegur. Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur liggur að stórum hluta í væntanlegri legu Ofanbyggðavegar. Skilgreining á Elliðavatnsvegi/Flóttamannavegi sem skilavegi gengur gegn samþykktu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og er ekki í samræmi við markmið svæðisskipulagsins um stofnvegi. Bæjarráð Hafnarfjarðar fer fram á að Elliðavatnsvegur/Flóttamannavegur verði ekki skilgreindur sem skilavegur og verði því áfram í umsjón Vegagerðarinnar.