Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. desember þar sem segir:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að fyrir liggur mikil viðhaldsþörf á þeim vegum sem fyrirhugað er að bærinn taki til sín og nauðsynlegt er að þeim verði skilað í góðu ástandi eða að þeim fylgi nauðsynlegt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar.