Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3562
3. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf SSH til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisis og svarbréf ráðuneytisins.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið.
Svar

Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. desember þar sem segir:
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir á að fyrir liggur mikil viðhaldsþörf á þeim vegum sem fyrirhugað er að bærinn taki til sín og nauðsynlegt er að þeim verði skilað í góðu ástandi eða að þeim fylgi nauðsynlegt fjármagn til viðhalds og endurnýjunar.