Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1882
12. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.janúar sl. Lagður fram samningur við Vegagerðina.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samning til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

Auk þess bókar bæjarstjórn svohljóðandi:

Líkt og fram kemur í samningi milli Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem undirritaður var með sérstökum fyrirvara og fyrirvara um samþykkt bæjarráðs, kemur fram að Hafnarfjarðarkaupstaður verði nú veghaldari Fjarðarbrautar nr. 470-01 (Reykjavíkurvegur) í samræmi við vegalög nr. 90 frá 2007. Hafnarfjarðarkaupstaður verður því hér eftir veghaldari Fjarðabrautar en í því felst allt veghald, svo sem forræði yfir vegi og vegstæði, þ.m.t. vegagerð, þjónusta og viðhald vega. Bæjarráð vísaði samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Í greinargerð með lögum nr. 14 frá 2015 kemur fram sá vilji löggjafans að „ekki (sé) gert ráð fyrir að í yfirfærslunni felist aukinn kostnaður fyrir sveitarfélögin“ og að „gert er ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds þessara vega færist yfir til sveitarfélaganna samhliða yfirfærslunni á grundvelli samninga.“ Í samræmi við þetta er ljóst að þjónustuþáttur og viðhald þessa vegar er í reynd ófjármagnaður og bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að þetta verði tekið til skoðunar ásamt öðrum verkefnum og samskiptum milli ríkis og sveitarfélaga, t.a.m. innan Jónsmessunefndar.