Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.
Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að tilnefna Skarphéðinn Orra Björnsson sem fulltrúa.
Fundarhlé kl. 15:13, fundi framhaldið kl. 15:22.
Tillaga sem liggur fyrir fundinum um breytingu á samþykktum og kaup á eigin hlutum er samþykkt með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá.
Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
Almennt er álitið mikilvægt að almenningsveitufyrirtæki hafi sterka eiginfjárstöðu og séu í stakk búin að takast á við bæði ófyrirsjánleg áföll og nauðsynlegar framkvæmdir og uppbyggingu innviða í takti við þróun samfélagsins og þarfa þess. Í ljósi afar takmarkaðra upplýsinga um afkomu fyrirtækisins á síðasta ári og fyrirhugaðra verkefna þess, m.a. tengt uppbyggingu veituinnviða í Hafnarfirði, teljum við ekki forsvaranlegt að samþykkt sé að greiða eigendum fyrirtækisins arð, hvort sem er í formi kaupa á eigin hlutabréfum eins og hér er gerð tillaga um eða venjulegri arðgreiðslu. Gunnar Axel Axelsson,Sverrir Garðarsson,Ófeigur Friðriksson og Adda María Jóhannsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
Ljóst er að rafmagnstengingar úr háspennulandsneti til heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði mætir ekki lengur þörf og þeim kröfum sem tæplega 30.000 íbúa bær með tilheyrandi atvinnurekstri gerir til framtíðar. Mikilvægt er fyrir Hafnarfjörð að HS Veitur upplýsi Hafnarfjarðarbæ um stöðuna á dreifikerfinu í dag og með hvaða hætti og hvenær verði ráðist í að uppfæra raforkudreifikerfið í Hafnafirði bæði með tilliti til afhendingaröryggis og framtíðarþarfa.