Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á hertum reglum varðandi byggingarframkvæmdir, umgengni og samskipti við íbúa í eldri byggð.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir þær hugmyndir sem fram komu varðandi nýtingu óbyggðra lóða í eldri hverfum og felur sviðinu að vinna áfram að útfærslu þeirra.