Eignasjóður, eignabreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3435
2. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 18. maí sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var: 1602412 - Eignasjóður, eignabreyting Eignir sem mætti setja í sölumeðferð teknar til umfjöllunar á ný. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að sölumeðferð verði hafin á eftirfarandi eignum: Straumur, listamiðstöð Hrauntunga 5 Strandgata 4 Flatahraun 14 Jafnframt er óskað eftir að bæjarráð feli skipulags- og byggingarráði að taka til skoðunar lóðasamninga og skipulagsskilmála umræddra eigna. Fullt samráð verði haft við hagsmunaaðila sem hafa starfsemi í þessum eignum í dag og skoðað hvernig hægt er að hliðra til í öðrum eignum bæjarins eða henni fundin önnur staðsetning.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarráð samþykkir að sölumeðferð verði undirbúin.
Bæjarstjóra falið að láta endurmeta lóða- og skipulagsskilmála eignanna, gera kostnaðar- og ábatagreiningu áður en söluferli hefst og koma með tillögur að mögulegri hýsingu á þeirri starfsemi sem nú er í viðkomandi húsnæði.
Óskað er eftir umsögn frá Menningar- og ferðamálanefnd um mögulega framtíðarnýtingu Straums.

Tillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar. Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá.


Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:

Í ljósi þess að í umræddum fasteignum er í nokkrum tilvikum öflug og samfélagslega mikilvæg starfsemi sem ekki liggur fyrir um hvernig eigi að tryggja viðunandi aðstöðu ef umræddar eignir verða seldar. Þar á meðal er starfsemi Brettafélags Hafnarfjarðar við Flathraun og Félagsmiðstöð fyrir fatlaða nemendur við Hrauntungu. Það vekur því furðu að lagt sé til sala þessara eigna og óskað söluheimildar áður en hugað er að þeim þætti málsins. Eðlilegt og rökrétt hefði verið að kanna fyrst hvort bærinn hefði lausn á húsnæðisþörf þessara aðila áður en hugað er að sölu þeirrar aðstöðu sem þeir njóta í dag.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Ljóst er að ásetningur meiri- og minnihluta er sá sami í þessu máli hvað varðar að tryggja framhald núverandi starfsemi í húsunum.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Ljóst er að ásetningur meiri- og minnihluta er sá sami í þessu máli hvað varðar að tryggja framhald núverandi starfsemi í húsunum.