Flatahraun 12-14, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa
Flatahraun 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 637
28. nóvember, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Taper ehf um uppbyggingu á lóðinni.
Svar

Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu á sömu forsendum og um erindi uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Ásvöllum og Þorlákstúni.

Í umsögn skipulagsfulltrúa um erindi Hauka um breytingu á aðal- og deiliskipulagi og byggingu íbúðarhúsnæðis á Ásvöllum segir m.a. „Telji menn landið sem þeim var úthlutað í fyrstu of stórt og að ekki verði þörf á að nýta það undir íþróttir og íþróttatengda starfsemi, væri eðlilegast að afhenda þann hluta lóðarinnar aftur Hafnarfjarðarbæ. Verði horft til þess að fara í uppbyggingu íbúðahúsnæðis á svæðinu ætti það að vera alls ótengt íþróttasvæðinu og lóðin sett á almennan markað."
Í umsögn bæjarlögmanns um erindi Syðra Langholts um breytingu á deiliskipulagi Þorlákstúns og uppbyggingu íbúða segir m.a. " Að virtu framangreindu verður ekki talið sveitarfélaginu sé unnt að taka ákvörðun um slíkar verulegar breytingar á skipulagi umræddrar lóðar, sem vissulega fæli í sér ráðstöfun á takmörkuðum gæðum í eigu sveitarfélagsins, án þess að gefa öðrum aðilum sama tækifæri að sækja um slík gæði. Þá leggur gildandi lóðarleigusamningur enga skyldu á sveitarfélagið um að verða við erindi lóðarhafa.“

Skipulags- og byggingarráð bendir á að mögulega geti lóðarhafi í samráði við Hafnarfjarðarbæ skipt upp lóðinni og skilað þeim hluta lóðar sem ekki er talin þörf fyrir vegna bílastæða við Tækniskólann.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 180449 → skrá.is
Hnitnúmer: 10066609