Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1797
20. desember, 2017
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 14.des.sl. Farið yfir stöðu mála. Andri Árnason hrl. mætti til fundarins.
Tillaga um afturköllun lóðar:
"Með vísan til vanefnda lóðarhafa, Syðra Langholts ehf., á lóðarleigusamningi, dags. þann 28. mars og 4. apríl 2006, um lóðina Lyngbarð 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), og þar sem lóðarhafi hefur ekki, þrátt fyrir áskoranir Hafnarfjarðarkaupstaðar um að bæta úr þeim vanefndum, og viðræður um aðra lausn málsins hafa ekki skilað árangri, samþykkir Hafnarfjarðarkaupstaður að beita heimild í 18. gr. framangreinds lóðarleigusamnings, og lýsir því hér með yfir að lóðarúthlutun Hafnarfjarðarkaupstaðar til Syðra Langholts ehf. á lóðinni Lyngbarði 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), er hér með afturkölluð."
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu næsta bæjarstjórnarfundar 20. desember nk.
Svar

Margrét Gauja Magnúsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs, þ.e. að með vísan til vanefnda lóðarhafa, Syðra Langholts ehf., á lóðarleigusamningi, dags. þann 28. mars og 4. apríl 2006, um lóðina Lyngbarð 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), og þar sem lóðarhafi hefur ekki, þrátt fyrir áskoranir Hafnarfjarðarkaupstaðar um að bæta úr þeim vanefndum, og viðræður um aðra lausn málsins hafa ekki skilað árangri, samþykkir bæjarstjórn að beita heimild í 18. gr. framangreinds lóðarleigusamnings, og lýsir því hér með yfir að lóðarúthlutun Hafnarfjarðarkaupstaðar til Syðra Langholts ehf. á lóðinni Lyngbarði 2, Hafnarfirði, (Þorlákstún), er hér með afturkölluð.