Húsnæðisáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 690
3. desember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði leggur þann 19.11.2019 inn fyrirspurn varðandi húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem var samþykkt árið 2018 en þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á 4.950 íbúðum í Hafnarfirði til ársins 2030. Það er næstum 50% aukning á núverandi húsnæðiskosti. Óskað er eftir sundurliðun á því hversu margar af þessum íbúðum eru hugsaðar fyrir eftirtalin verkefni:
- Námsmannaíbúðir - Íbúðir aldraðra - Félagslegt húsnæði - Húsnæðisúrræði fatlaðra - Búsetaíbúðir - Hagkvæmt húsnæði í samstarfi við húsnæðisfélög (t.d. Bjarg) Einnig er óskað eftir sundurliðun á þessari uppbyggingu á þessum húsnæðisúrræðum eftir hverfum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnamálasviðs að svara fyrirspurninni.