Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að hugað sé að efnahagslegum, umhverfislegum og samfélaglegum þáttum við gerð stefnunnar og þá ekki hvað síst skipulagsmálum, enda getur góð staðsetning við almenningssamgöngur, þjónustu og aðrar grunnstoðir bæjarins skipt sköpun er kemur að hagkvæmni búsetu. Mikilvægt er að huga að gæðum, efniskennd og séreinkennum bæjarins við uppbyggingu - hvort heldur í þéttri byggð eða í úthverfum og að ekki verði slakað á gæðakröfum, enda byggjum við bæinn okkar með framtíðina í huga.
Jafnframt er lagt er til að þéttingarskýrsla sem unnin var fyrir skipulags- og byggingarráð árið 2015 verði notuð sem innblástur og grunnur. Einnig þarf að skoða vel samningsmarkmið og hvernig tryggja má blöndun í byggð.