Húsnæðisáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3433
6. maí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram umsagnir fjölskylduráðs og skipulags- og byggingaráðs.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að skipað verði í starfshópinn á næsta fundi bæjarráðs.

Fundarhlé var gert kl. 16:10.

Fundi fram haldið kl. 16:22.

Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að ekki dragist að grípa til aðgerða vegna þess húsnæðisvanda sem við blasir og bitnar á fjölda fjölskyldna í bænum, sérstaklega þeim rúmlega 250 fjölskyldum sem eru á biðlista eftir félagslegum húsnæði. Mikilvægt er að vinna við húsnæðisstefnu verði ekki til þess að tefja þær aðgerðir.

Fulltrúar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks taka undir þessa bókun.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að ekki dragist að grípa til aðgerða vegna þess húsnæðisvanda sem við blasir og bitnar á fjölda fjölskyldna í bænum, sérstaklega þeim rúmlega 250 fjölskyldum sem eru á biðlista eftir félagslegum húsnæði. Mikilvægt er að vinna við húsnæðisstefnu verði ekki til þess að tefja þær aðgerðir.