Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu fulltrúa Samfylkingar og VG:
Þann 7. apríl sl. lögðu fulltrúar Samfylkingar og VG fram tillögu um að samin yrðu drög að reglum um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa. Málinu var vísað til forsetanefndar sem ekki hefur skilað drögum til bæjarráðs. Teljum við mikilvægt að ekki verði frekari töf á málinu. Leggjum við því til að bæjarráð samþykki að fela bæjarlögmanni að útbúa reglur um um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar, byggt á gildandi reglum borgarstjórnar Reykjavíkur frá 29. október 2009. Málinu verði vísað til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs og tryggt verði að reglurnar komi strax til framkvæmdar.