Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3430
7. apríl, 2016
Annað
Svar

Tillaga:
Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að forsetanefnd verði falið að undirbúa drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum kjörinna fulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar. Forsetanefnd skuli skila tillögu sinni fyrir lok aprílmánaðar.

Greinargerð:
Undanfarið hafa komið fram mál sem undirstrika mikilvægi slíkrar skráningar, þar sem tengsl kjörinna fulltrúa á alþingi og í borgarstjórn við félög í þekktum skattaskjólum hafa ekki reynst almenningi kunn. Eðlilegt er að kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði uppfylli skilyrði slíkrar skráningar, enda getur það verið liður í að auka gagnsæi og traust og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Til hliðsjónar við vinnu sína getur forsetanefnd litið til gildandi reglna alþingis um sama efni, sem og reglna borgarstjórnar Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til forsetanefndar.