Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1766
25. maí, 2016
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.maí sl. Tekið fyrir að nýju. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. 2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti, kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Júlíus Andri Þórðarson.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars.

Fundarhlé kl. 16:00, fundi framhaldið kl. 16:15.

Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar:
Reglunar nái til fulltrúa í ráðum og varamanna þeirra, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og þetta verði uppfært í drögunum.
1.gr. orðist svo: Reglum þessum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fulltrúa í bæjarstjórn og ráðum og trúnaðarstörf þeirra utan bæjarstjórnar, að því marki sem þær ná til, og þar með auka gagnsæi á störfum bæjarstjórnar.
Nýr liður bætist við 1. tl. 4. gr: d. Greiðslur frá Hafnarfjarðarbæ sem ekki falla undir framangreinda liði. Tegund greiðslna skal skráð.
Nýr töluliður bætist í 4. grein, sem verði númer 4: 4. Skuldir. a. Lánadrottnar sem bæjarfulltrúi eða ráðsfulltrúi skuldar eða ber ábyrgð á lánum hjá. Skrá skal heiti og kennitölu lánadrottna. Töluliðurinn sem áður var númer 4 ("Samkomulag við fyrrverandi...") verður þá númer 5.

Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að breytingartillögu við hagsmunaskráningu verði vísað aftur til bæjarráðs en breytingartillögurnar ganga mun lengra en þær reglur sem fyrir þessum fundi liggja. Bæjarlögmanni verði falið að útfæra tillögurnar og senda þær bæjarráðsfulltrúum amk. tveimur sólarhringum fyrir fund bæjarráðs þar sem þær verða teknar til afgreiðslu.

Fundarhlé kl. 16:22, fundi framhaldið kl. 17:15

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og upplýsir að það var misræmi í hvort reglurnar ættu að ná til varamanna í bæjarstjórn og í ráðum og í ljósi þess geri hann eftirfarandi viðbætur við breytingarnar: Reglurnar nái til fulltrúa sem taka fast sæti í ráðum, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og 2. gr. reglnanna breytist í samræmi við það.

Forseti óskar eftir afstöðu bæjarfulltrúa til tillögu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur og er hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.