Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar telja brýnt að ekki verði frekari töf á málinu og reglurnar komist til framkvæma og leggjast því ekki gegn þessum breytingum sem nú eru komnar fram frá fulltrúum meirihlutans, sem þó eru án alls rökstuðnings og erfitt að er að sjá hvaða tilgangi eigi að þjóna öðrum en að tefja málið enn frekar.
Gunnar Axel Axelsson vék hér af fundi.
Fulltrúar BF og VG leggja til að við næstu endurskoðun reglna um hagsmunaskráningu verði orðalagi í grein 2a breytt þannig að á undan "setu í bæjarstjórn" komi orðin "framboðs til og".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð leggja ríka áherslu á að hugsanleg hagsmunatengsl þeirra sem taka ákvarðanir fyrir bæjarfélagið hafi ekki áhrif á störf þeirra. Nú þegar liggja fyrir sveitarstjórnarlög, siðareglur og samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, sem kjörnir fulltrúar gangast undir. Með fyrirliggjandi reglum er einnig kallað eftir að fjárhagslegir hagsmunir, s.s. tekjur, eignir og skuldir, séu birtir. Í reynd er óraunhæft er að reglur af þessu tagi tryggi að tekið sé til allra hagsmuna sem kunna að skipta máli og þeim er ekki ætlað að ná til hagsmuna sem eru af öðrum toga en fjárhagslegum. Því er fagnað að bæjarráð taki þessi mál til umræðu og sameinist um þetta fyrsta skref.
Loks er minnt á að fátt kemur betur í veg fyrir hagsmunaárekstra en gagnsætt ferli ákvarðana og gagnrýnin og opin umræða um þær og endanlega bera kjörnir fulltrúar sjálfir ábyrgð á verkum sínum gagnvart kjósendum.