Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3435
2. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi bæjarstjórnar þ. 25.maí sl. var eftirfarandi tekið fyrir: 1604144 - Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa 4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.maí sl. Tekið fyrir að nýju. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn. Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar. Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar: Reglunar nái til fulltrúa í ráðum og varamanna þeirra, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og þetta verði uppfært í drögunum. 1.gr. orðist svo: Reglum þessum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fulltrúa í bæjarstjórn og ráðum og trúnaðarstörf þeirra utan bæjarstjórnar, að því marki sem þær ná til, og þar með auka gagnsæi á störfum bæjarstjórnar. Nýr liður bætist við 1. tl. 4. gr: d. Greiðslur frá Hafnarfjarðarbæ sem ekki falla undir framangreinda liði. Tegund greiðslna skal skráð. Nýr töluliður bætist í 4. grein, sem verði númer 4: 4. Skuldir. a. Lánadrottnar sem bæjarfulltrúi eða ráðsfulltrúi skuldar eða ber ábyrgð á lánum hjá. Skrá skal heiti og kennitölu lánadrottna. Töluliðurinn sem áður var númer 4 ("Samkomulag við fyrrverandi...") verður þá númer 5. Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að breytingartillögu við hagsmunaskráningu verði vísað aftur til bæjarráðs en breytingartillögurnar ganga mun lengra en þær reglur sem fyrir þessum fundi liggja. Bæjarlögmanni verði falið að útfæra tillögurnar og senda þær bæjarráðsfulltrúum amk. tveimur sólarhringum fyrir fund bæjarráðs þar sem þær verða teknar til afgreiðslu. Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og upplýsir að það var misræmi í hvort reglurnar ættu að ná til varamanna í bæjarstjórn og í ráðum og í ljósi þess geri hann eftirfarandi viðbætur við breytingarnar: Reglurnar nái til fulltrúa sem taka fast sæti í ráðum, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og 2. gr. reglnanna breytist í samræmi við það. Forseti óskar eftir afstöðu bæjarfulltrúa til tillögu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur og er hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar telja brýnt að ekki verði frekari töf á málinu og reglurnar komist til framkvæma og leggjast því ekki gegn þessum breytingum sem nú eru komnar fram frá fulltrúum meirihlutans, sem þó eru án alls rökstuðnings og erfitt að er að sjá hvaða tilgangi eigi að þjóna öðrum en að tefja málið enn frekar.


Gunnar Axel Axelsson vék hér af fundi.


Fulltrúar BF og VG leggja til að við næstu endurskoðun reglna um hagsmunaskráningu verði orðalagi í grein 2a breytt þannig að á undan "setu í bæjarstjórn" komi orðin "framboðs til og".


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð leggja ríka áherslu á að hugsanleg hagsmunatengsl þeirra sem taka ákvarðanir fyrir bæjarfélagið hafi ekki áhrif á störf þeirra. Nú þegar liggja fyrir sveitarstjórnarlög, siðareglur og samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, sem kjörnir fulltrúar gangast undir. Með fyrirliggjandi reglum er einnig kallað eftir að fjárhagslegir hagsmunir, s.s. tekjur, eignir og skuldir, séu birtir. Í reynd er óraunhæft er að reglur af þessu tagi tryggi að tekið sé til allra hagsmuna sem kunna að skipta máli og þeim er ekki ætlað að ná til hagsmuna sem eru af öðrum toga en fjárhagslegum. Því er fagnað að bæjarráð taki þessi mál til umræðu og sameinist um þetta fyrsta skref.

Loks er minnt á að fátt kemur betur í veg fyrir hagsmunaárekstra en gagnsætt ferli ákvarðana og gagnrýnin og opin umræða um þær og endanlega bera kjörnir fulltrúar sjálfir ábyrgð á verkum sínum gagnvart kjósendum.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingarinnar telja brýnt að ekki verði frekari töf á málinu og reglurnar komist til framkvæma og leggjast því ekki gegn þessum breytingum sem nú eru komnar fram frá fulltrúum meirihlutans, sem þó eru án alls rökstuðnings og erfitt að er að sjá hvaða tilgangi eigi að þjóna öðrum en að tefja málið enn frekar.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Undirrituð leggja ríka áherslu á að hugsanleg hagsmunatengsl þeirra sem taka ákvarðanir fyrir bæjarfélagið hafi ekki áhrif á störf þeirra. Nú þegar liggja fyrir sveitarstjórnarlög, siðareglur og samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, sem kjörnir fulltrúar gangast undir. Með fyrirliggjandi reglum er einnig kallað eftir að fjárhagslegir hagsmunir, s.s. tekjur, eignir og skuldir, séu birtir. Í reynd er óraunhæft er að reglur af þessu tagi tryggi að tekið sé til allra hagsmuna sem kunna að skipta máli og þeim er ekki ætlað að ná til hagsmuna sem eru af öðrum toga en fjárhagslegum. Því er fagnað að bæjarráð taki þessi mál til umræðu og sameinist um þetta fyrsta skref.