Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson og leggur fram eftirfarandi spurningar:1)Hvernig er öryggisúttektum háttað á íþrótta-og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar? 2) Hve miklu fé er áætlað að verja til þess að viðhalda hinum fjölmörgu íþrótta-og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar sem eru margir hverjir í lamasessi (vantar net í körfur og mörk, holur á völlum sem skapar slysahættur, grindverk brotin við knattspyrnuvelli og svona mætti telja áfram)? 3)Hvenær er áætlað að klára að koma íþrótta-og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar í viðunandi horfur? 4)Hver sér um verkefnið?
Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson og leggur fram viðbótarspurningu, "hver er áætlaður kostnaður við að koma íþrótta- og leikvöllum í eigu Hafnarfjarðarbæjar í viðunandi horf. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari.
Lagt er til að málinu sé vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.öllum greiddum atkvæðum.