Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.apríl sl.
Tekin fyrir á ný tillaga Yddu arkitekta ehf. að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar ásamt greinagerð/skilmálum. dags. 13.12.2016.
Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 28.12.2016-13.02.2017. Athugasemd bárust og fól skipulags- og byggingarráð skipulagsfulltrúa að taka saman svör við athugasemdunum..
Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda sem bárust dags. 03.04.2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42.gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010."
Skipulags- og byggingarráð vekur athygli á bókun bæjarstjórnar 29.3.2017 varðandi afgreiðslu þessa máls.
Á bæjarstjórnarfundi þann 29.3.2017 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi tillögu: "Komi til þess að á fundi skipulags- og byggingarráðs, sem haldinn verður þann 4 apríl nk., verði samþykkt að vísa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar 2 til samþykktar í bæjarstjórn, samþykkir bæjarstjórn samhljóða að veita bæjarráði umboð til að afgreiða málið f.h. bæjarstjórnar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga."