Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir samantekt um lóðarúthlutanir í 2. áfanga Skarðshlíðar. Óskum við eftir upplýsingum um hversu mörgum lóðum hefur veri skilað og endurúthlutað eða bíða endurúthlutunar. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda lóða sem úthlutað var til einstaklinga og hversu mörgum þeirra hefur verið skilað og hversu mörgum lóðum var úthlutað til lögaðila og hefur verið skilað. Óskað er eftir yfirliti sem sýnir upphaflegan fjölda úthlutaðra lóða eftir því hvort um er að ræða einbýlishúsalóðir, parhúsalóðir, fjölbýli o.s.fv.
Óskað er eftir því að yfirlitið verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.