Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.maí sl.
Tekin aftur til umfjöllunar breyting á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar varðandi afrétt Álftaneshrepps hins forna sem úrskurðaður var innan staðarmarka Hafnarfjarðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2016 að gera breytingu á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar. Þinglýst eignarheimild á afréttinni dags. 30. janúar 2019 (þinglýsingarnúmer 019708) liggur fyrir og þar kemur fram að umrædd þjóðlenda er innan staðarmarka Hafnarfjarðar en landeigandi sé íslenska ríkið.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.