Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.desember sl.
Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Lýsingin hefur verið kynnt. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2.mgr. 30.gr. þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Tillagan var til kynningar á opnu húsi þann 16.12.2019. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga vegna lýsingar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breyttra marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 12.12.2019 og hún auglýst í samræmi við 1.mgr. 36.gr. laga 123/2010.