Fyrirspurn
16.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.okt.sl.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 4. október sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var:
1605161 - Kvistavellir 63-65, lóðarumsókn
Bæjarráð óskaði 19.05.2016 eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu. Umsögn skipulagsfulltrúa var lögð fram á fundi bæjarráðs 2.06.2016. Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð tók málið fyrir á fundi sínum 20.06.2016:
Fjölskylduráð gerði ekki athugasemdir.
Skipulags- og byggingarráð heimilar væntanlegum lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað sem tekur mið af því að parhúsarlóðin breytist í þriggja íbúða raðhús.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Brynju hússjóði verði úthlutað lóðinni Kvistavöllum 63-65.