Bæjarráð óskaði 19.05.2016 eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu. Umsögn skipulagsfulltrúa var lögð fram á fundi bæjarráðs 2.06.2016. Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn fjölskylduráðs. Fjölskylduráð tók málið fyrir á fundi sínum 20.06.2016:
Fjölskylduráð gerði ekki athugasemdir.
Svar
Skipulags- og byggingarráð heimilar væntanlegum lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað sem tekur mið af því að parhúsarlóðin breytist í þriggja íbúða raðhús.