Cuxhavengata 2 og Óseyrarbraut 4, lóðarleigusamningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3573
6. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 21.apríl sl. Tekin fyrir að nýju endurskoðun á lóðasamningum Hafnarfjarðarhafnar vegna Cuxhavengötu 2 og Óseyrarbrautar 4 með vísan til breytinga á deiliskipulagi sem tók gildi 4. október 2013.
Hafnarstjórn samþykkir að gefið verði út fylgiskjal með lóðarleigusamningi fyrir lóðina Cuxhavengata 2 sem yfirlýsing um breytta stærð lóðarinnar. Í samræmi við gildandi deiliskipulag stækkar lóðin í 1463,5 fm. Fylgiskjal þetta skal gilda í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning um lóðina. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að lóðarsamningur vegna Óseyrarbrautar 4 verði endurnýjaður til ársloka 2022 og lóðarstærð leiðrétt í samræmi við gildandi deiliskipulag og stækkuð í 2921,3 fm. Hafnarstjórn vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fylgiskjal með lóðarleigusamningi sem yfirlýsing um breytta lóðarstærð lóðarinnar Cuxhavengata 2. Bæjarráð samþykkir jafnframt að lóðarleigusamningur vegna Óseyrarbrautar 4 verði endurnýjaður til ársloka 2022 og að lóðarstærð verði leiðrétt til samræmis við gildandi deiliskipulag.