Reykdalsvirkjun, stytta, umsókn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3445
20. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á fundi stjórar Hafnarborgar 13.09.2016 var eftirfarandi mál tekið fyrir og afgreiðsla þess var: 1606046 - Reykdalsvirkjun, stytta, umsókn Reykdalsvirkjun ses hefur óskað eftir því að fá að reisa styttu úr bronsi í fullri stærð af Jóhannesi Reykdal á svæðinu milli stöðvarhúss Reykdalsvirkjunar og stíflu sömu virkjunar. Gert er ráð fyrir að styttan verði unnin Ragnhildi Stefánsdóttur sem vann styttuna af Ingibjörgu H Bjarnason, sem stendur fyrir utan Alþingishúsið. Reiknað er með því að verkið muni taka allt að eitt ár. Reykdalsvirkjun ses mun standa straum af öllum kostnaði við verkefnið.
Stjórn Hafnarborgar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að styttan verði reist en bendir á að áður endanlegt leyfi verði veitt þurfi að skoða erindið út frá deiliskipulagi svæðisins. Sömuleiðis þarf að skoða eignarhald á styttunni til framtíðar. Mun Reykdalsfélagið eiga styttuna og sjá um uppsetningu og viðhald á henni? Til lengri tíma litið fylgir kostnaður því að halda útilistaverkum við og mikilvægt er að ljóst sé strax í upphafi hver á að bera þann kostnað.
Svar

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og þakkar frumkvæði Reykdalsvirkjunar ses.