Fyrirspurn
Í tengslum við umræður um skólamál hafa komið fram upplýsingar um það að stöðugildum kennara hafi fjölgað í bænum. Óskað hefur verið eftir þeim gögnum en þau ekki borist. Þar sem við teljum hins vegar afar brýnt að svör við þessum spurningum fáist eins fljótt og auðið ítrekum við þær fyrirspurnir hér og óskum svara eigi síðar en tímanlega fyrir næsta bæjarstjórnarfund svo kjörnir fulltrúar geti sinnt lögboðnu skyldum í sínum störfum.
Við óskum eftir samantekt á upplýsingum um fjölda kennara og annarra starfsmanna og fjárveitingar á föstu verðlagi, brotið niður á hvern skóla.
Eins óskum við eftir upplýsingum um það hvernig samþykktum frá seinasta hausti í tengslum við fjárhagsáætlun hefur reitt af. Hverjar þeirra hafa raunverulega komið til framkvæmda og hverjar ekki, bæði hvað varðar hagræðingaraðgerðir og viðbætur.