Rekstur og útgjöld til fræðslumála, fyrirspurn, ítrekun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3438
30. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á 3436. fundi bæjarráðs 14.06.2016 óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svars við eftirfarandi fyrirspurn: Í tengslum við umræður um skólamál hafa komið fram upplýsingar um það að stöðugildum kennara hafi fjölgað í bænum. Óskað hefur verið eftir þeim gögnum en þau ekki borist. Þar sem við teljum hins vegar afar brýnt að svör við þessum spurningum fáist eins fljótt og auðið ítrekum við þær fyrirspurnir hér og óskum svara eigi síðar en tímanlega fyrir næsta bæjarstjórnarfund svo kjörnir fulltrúar geti sinnt lögboðnu skyldum í sínum störfum. Við óskum eftir samantekt á upplýsingum um fjölda kennara og annarra starfsmanna og fjárveitingar á föstu verðlagi, brotið niður á hvern skóla. Eins óskum við eftir upplýsingum um það hvernig samþykktum frá seinasta hausti í tengslum við fjárhagsáætlun hefur reitt af. Hverjar þeirra hafa raunverulega komið til framkvæmda og hverjar ekki, bæði hvað varðar hagræðingaraðgerðir og viðbætur.
Lagt fram minnisblað.
Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði kemur á fundinn.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að aukið framlag til fræðslumála er að mestu tilkomið vegna hækkanna á kjarasamningum og íbúafjölgun. Árið 2013 var byrjað að fjölga stöðugildum inn í grunnskóla bæjarins til að rétta við þann niðurskurð sem hafði átt sér stað í kjölfar hrunsins. Fleiri stöðugildi í skólunum nú eru því að mestu leyti tilkomin vegna þeirra breytinga.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fagna bókun minnihlutans en eins og þar kemur fram hefur ekki verið um að ræða niðurskurð í skólakerfinu í Hafnarfirði eins og ítrekað hefur verið ranglega haldið fram. Þvert á móti er um viðbót að ræða, t.d. hvað varðar aukningu á stöðugildum kennara við grunnskóla um rúmlega 50 á árunum 2013 til 2015.