Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaþingi/ráði.
Á Ungmennaþinginu 2016 fengum við þá tillögu um að auka kynfræðslu í grunnskólum. Kynfræðsla þarf að vera í samræmi við samfélagið. Í dag er mikið um að ungmenni horfi á “fullorðins kvikmyndir? á netinu og hafa því ranghugmyndir um hvernig kynlíf er.Tökum dæmi: Tveir einstaklingar hittast, annar hefur einungis horft á “fullorðins kvikmyndir? en hinn rómantískar gamanmyndir, þessir einstaklingar hafa algjörlega ólíkar hugmyndir um hvernig kynlíf á að vera. Annar einstaklingurinn í fullorðins kvikmyndum er yfirleitt hlutgerður, sem eru ekki skilaboðin sem að við viljum að ungmenni fái. Ungmenni horfa mikið á sjónvarpsþætti og kvikmyndir og fá þar af leiðandi flestar hugmyndir sínar um hvernig kynlíf er út frá því efni. Í sjónvarpinu er kynlíf sýnt eins og það sé alltaf fullkomið og þá sérstaklega í fyrsta skipti, hvort sem það sé í fyrsta skipti með þessum aðila eða í fyrsta skipti yfir höfuð. Ungmenni halda því að kynlíf verði frábær upplifun við fyrsta skipti en það er ekki rétt. Það getur verið vont, vandræðalegt, óþægilegt og ruglandi. Einn hlutur sem er mikilvægur í kynlífi, sérstaklega í fyrsta skipti eru samskipti, Ungmenni gera sér oft ekki grein fyrir þessu því þetta er aldrei sýnt í sjónvarpinu.
Við myndum vilja að kynfræðsla yrði jafningjafræðsla nokkru sinnum yfir skólaárið. þar sem væri talað um mikilvægi smokksins, samskipta og hvert er hægt að leita ef eitthvað skyldi koma fyrir og margt fleira. Við myndum vilja að kynfræðslan væri kynjaskipt vegna þess að bæði kynin eiga oft auðveldara með að spyrja spurninga sem við koma þeirra kyni hvort sem er um kynlíf, nálgun við hitt kynið eða kynsjúkdóma að ræða þegar þau eru kynjaskipt. þrátt fyrir það þyrfti að ræða sömu málefni við bæði kynin. Einnig myndum við vilja að dreift væri bæklingum til ungmennanna sem innihalda upplýsingar um hvert væri hægt að leita aðstoðar, hvernig á að ræða við foreldra um þessi mál, kynsjúkdóma og margt fleira.
Eins og Elisabeth Taylor sagði:„Það er nógu slæmt að fólk deyji úr alnæmi, enginn ætti að deyja úr fáfræði“