Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaþingi/ráði
Á ungmennaþinginu árið 2016 kom mikið fram umræðan um bíb-test í íþróttum og einnig mikið um sundkenslu.
Bíb-test: Mikið orum við að ræða að bíb-test ýti undir kvíða og ofreynslu. Ég tala frá eigin reynslu þegar ég segi að fólk með astma komi ekki vel út úr þessu prófi. Alltaf eftir bíb-test ligg ég á gólfinu með tárin í augunum og næ ekki andanum en fæ aldrei góða einkun og hugsa með sjálfri mér að ég eigi að geta betur. Mér finnst eins og íþróttir eigi að kynna fyrir börnum og unglingum fjölbreyttar íþróttir til að byggja að heilbrigðum lífstíl en eigi ekki að snúast um tölur á blaði sem eiga að segja þér hvort þú sért góð/ur í íþróttum því það dregur sjálfstraust mikið niður.
Sundkensla: Mikið var fjallað um sundkenslu bæði á þinginu og einnig í samfélaginu í dag. Sund getur ýtt undir kvíða og einelti. Mörgum finnst mjög erfitt að fara í skólasund því þau hræðast að vera dæmd og að vera strítt og lögð í einelti. Ég tala aftur frá eigin reynslu að þegar fólk sem er lagt í einelti eða með kvíða vakni daginn sem þau þurfa að fara í skólasund með kvíðahnútinn í maganum við að mæta í sund. Lausnin getur verið sú að hætta í skólasundi á unglingastigi svo sem 8, 9, 10 bekk því það eru nú flestir syndir eftir 7 bekk. Einnig væri hægt að hafa stöðupróf eins og er í mörgum skólum að taka próf og ná ákveðni einkun til að hætta í sundi. Eða allavega að hafa kynjaskipt því mörgum finnst óþæginlegt að fara með hinu kyninu. Eða jafnvel að hafa sund sem valfag. Ég vil leggja áheyrslu á það að börnum og unglingum eigi að líða vel í skóla og bíb-test og sunkennsla eigi ekki að hindra það.