Reykjavíkurvegur 62, dagsektir
Reykjavíkurvegur 62
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 619
29. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á baklóð við Reykjavíkurveg 62 er óleyfisframkvæmdir, skjólveggir hafa verið settir upp, grunur um ólöglega búsetu, númerslausir bílar eru á baklóðinni. Árið 2011 var gerð athugasemd við ólöglega búsetu, sem ekki verið brugðist við. Eigendum var sent bréf 29.3 s.l þar sem veittur var frestur til 15 apríl til að gera úrbætur að öðrum kosti verði lagðar dagsektir á eigendur. Lagður fram tölvupóstur húsfélagsins Reykjavíkurvegi 62 sendur 14. júní 2016 þar sem dagsektum á eigendur fyrstu og annarar hæðar er mótmælt. Framangreint ástand sé á ábyrgð eigenda kjallarans og hafi húsfélagið ítrekað krafist úrbóta án árangurs.
Svar

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir, 20.000 kr. á dag frá og með 1. júlí á eigendur 0002 í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.