Ungmennaráð, salerni, merkingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1768
22. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá ungmennaþingi/ráði Tillaga sem kom fram á ungmennaþinginu um að fjarlægja kynjamerkingar á almenningssalernum. Eins og við vitum þá eru ekki allir eins. Það er ekki hægt að flokka fólk niður í tvo hópa, karlkyns og kvenkyns. Jú vissulega eru sumir sem passa inní þessa tvo hópa en það eru hinsvegar ekki allir. Sumir fæðast hvorki karlkyns né kvenkyns og sumir skilgreina sig sem hvorugt. Það getur verið rosalega erfitt fyrir þessa einstaklinga að passa inní samfélagið. Í íslenskri tungu er málið voða kynjabundið. Hvernig maður segir viss orð fer eftir því hvort maður sé að tala um kvenkyns einstakling eða karlkyns. En það sem getur líka verið erfitt fyrir þau sem skilgreina sig hvorki sem karlkyn eða kvenkyn að fara til dæmis á almenningsklósett eða fara í sund. Oftast eru þessir staðir merktir með kynjamerkingum, sem sagt að maður eigi að fara á þetta klósett eða þennan klefa ef að maður er kvenkyns en hinn klefann ef maður er karlkyns. Þá getur verið erfitt fyrir manneskju sem skilgreinir sig sem hvorugt af þessu að ákveða sig í hvort það á að fara. Það er nefnilega rosaleg ákvörðun fyrir fólk sem skilgreinir sig sem hvorki karlkyn né kvenkyn að velja hvaða klósett eða klefa það á að fara í. Við spurjum okkur þá hvort þau geti ekki notað fatlaðaklósettin. Jú vissulega væri það mögulegt en þá vakna spurningar af hverju sá einstaklingur sé að nota fatlaðaklósettið. Við ungmennin í bænum viljum þess vegna að það verði eitthvern veginn breytt almenningsklósettum svo að þau séu opin fyrir öllum. Það er hægt að byrja smátt og fjarlægja kynjamerkingar af almenningsklósettum sem er bara fyrir einn. Það er líka fáránlegt ef maður hugsar út í það að það séu kynjamerkingar á einstaklingsklósettum. Við hljótum öll að geta deilt þeim. Við í ungmennaráði viljum að þið takið þessu alvarlega því okkur finnst nauðsynlegt að allir fái að njóta sömu réttinda óháð því hvaða kyn það er.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að málinu verði vísað til fræðsluráðs, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.