Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3450
3. nóvember, 2016
Annað
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

Ferlið við kynningu á fjárhagsáætlun hefur verið með ýmsu móti undanfarin ár en hefð var að myndast við að vera með opinberar kynningar á fjárhagsáætlun. Opnir íbúafundir á milli umræðna hafa verið haldnir en einnig hefur kynningafundur fjármálastjóra, fyrir bæjarstjórnarfund þar sem fyrri umræða fjárhagsáætlunar er á dagskrá, verið varpað beint á vefveitu bæjarins og auglýst vel. Þetta var gert með þessum hætti 2012 en þá var varpað á vef bæjarins frá bæjarráðsfundi en árið 2013 var varpað beint frá kynningu fjármálastjóra á bæjarstjórnarfundi.

Tillaga:
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna fara fram á að slíkt verklag verður endurtekið í ár og að kynning fjármálastjóra á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 verður varpað beint á vef bæjarins fyrir bæjarstjórnafundinn 9. nóvember og verði aðgengilegt fyrir íbúa bæjarins líkt og aðrir bæjarstjórnarfundir. Þessi kynning verður opin fjölmiðlum og íbúum bæjarins og auglýst vel á vef bæjarins og bæjarblöðum.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna telja þessi vinnubrögð í samræmi við þær nútímakröfur hvað varðar upplýsingagjöf hins opinbera, opnu lýðræði og þessi aðferð mældist mjög vel fyrir hvað varðar fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2014.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.