Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.
Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.
Bæjarfullrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls öðru sinni.
Fundarhlé kl. 15:06, fundi framhaldið kr. 15:12.
Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.
Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.
Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir óskar eftir að leggja fram skýrslu.
Gert fundarhlé k. 15:20 fundi framhaldið kl. 15:23.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir hafnar framlagningu skýrslunnar.
Borin upp til atkvæða eftirfarandi tillaga: "Bæjarstjórn samþykkir að fresta breytingum á launum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði sem tengd eru þingfararkaupi, að sinni, þar til Alþingi hefur fjallað um úrskurð kjararáðs."
Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Til mál tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka fyrri bókanir um launamál kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og viðbrögð við úrskurði Kjararáðs frá 1. nóvemver sl. Að okkar mati leiddi sú umdeilda ákvörðun til algjörs forsendubrests og slíkar hækkanir getum við ekki fallist á. Þess vegna höfum við lagt til í tvígang að þessari ákvörðun væri hafnað í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Við föllumst á þessa breytingartillögu nú en áskiljum okkur rétt til að taka málið upp aftur þegar í ljós kemur hvaða afstöðu Alþingi mun taka til úrskurðar Kjararáðs.
Adda María Jóhannsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Sverrir Garðarsson"