Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að heildstæðum reglum um starfskjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. Reglurnar gilda jafn um fulltrúa í bæjarstjórn og aðra kjörna fulltrúa í ráðum og nefndum Hafnarfjarðarbæjar. Stærsta einstaka breytingin sem verður með gildistöku reglnanna snýr að starfskjörum nefndarfólks sem eftirleiðis fær greidda fasta mánaðarlega þóknun fyrir störf sín í stað þóknunar fyrir hvern fund. Einnig eru gerðar mikilvægar breytingar kjörum varabæjarfulltrúa. Kostnaðaráhrif breytinganna eru metnar óverulegar fyrir bæjarsjóð.
Bæjarráð samþykkir einnig tillögu nefndarinnar um breyttan fundartíma bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum Hafnarfjarðarbæjar þess efnis sem verði lagðar fram til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar en gert verði ráð fyrir að síðari umræða um breytinguna fari fram á fyrsta fundi fullskipaðrar bæjarstjórnar á fyrsta fundi hennar að afloknu sumarleyfi.
Einar Birkir Einarsson vék af fundi kl. 09:40